Verkefnastjóri vandaðra mannvirkja
Eykt ehf. leitar að reynslumiklum leiðtoga í stöðu verkefnisstjóra til starfa við stjórnun framkvæmda á vegum félagsins. Um er að ræða starf við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Verkefnisstjórar eru hluti af stjórnendateymi Eyktar.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Pál Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóra Eyktar, með tölvupósti á palld@eykt.is.
Fyllsta trúnaði er heitið varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir.
Helstu verkefni
- Verkefnastjórnun
- Samningagerð og stjórn innkaupa
- Gerð og umsjón verk- og kostnaðaráætlana
- Reikningagerð og uppgjör verka
Menntun og hæfni
- Byggingaverkfræðingur, byggingatæknifræðingur, byggingafræðingur
- Hæfni til samvinnu og jákvæðra samskipta
- Reynsla af stjórnun framkvæmda
- Frumkvæði, áræðni og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð tök á rituðu máli