SVANSVOTTUÐ GÆÐI

Áshamar er frábær kostur

Íbúðirnar við Áshamar í Hafnarfirði eru Svansvottaðar gæðaíbúðir á góðum stað. Þær eru hagkvæmar, rúmgóðar og sameina það besta úr báðum heimum: Friðsæld og náttúrufegurð en skóla og íþróttaaðstöðu, verslun og þjónustu í göngufæri.

Svansvottunin tryggir heilnæmt efnisval og loftgæði í íbúðunum, öflugar raka- og mygluvarnir, góða birtuhönnun og hagkvæmni í rekstri.

Gæðavottuð fagmennska

Alþjóðlega vottunarstofnunin BSI (British Standards Institution) gerir reglulega úttekt á stjórnkerfi Eyktar. Þau fara víða um starfsemina og skoða hvernig við vinnum og fylgjum þeim gæða- öryggis- og umhverfisstöðlum sem við vinnum eftir.

Óháðir úttektaraðilar færa okkur skýra og óhlutdræga sýn á verkferla og vinnubrögð og reglulegar úttektir sem þessar eru dýrmætt tækifæri til að styrkja vinnulagið, læra af reynslunni og efla fagmennsku á öllum sviðum.

0

Eitt stærsta
byggingarfyrirtæki
landsins

0

Þekking, reynsla
og framþróun
frá 1986

_Verkstjori3
TÆKIFÆRI HJÁ EYKT

Við leitum að verkstjóra og verkefnastjóra

Það er mikið að gera og við viljum bæta duglegu fólki í hópinn. Störf verkstjóra og verkefnastjóra eru laus til umsóknar núna.

HAGKVÆMT OG UMHVERFISVÆNT

Áshamar fær
Svansvottun

Íbúðirnar við Áshamar 12-26 hafa hlotið Svansvottun, en markmið hennar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu starfsfólks á framkvæmdartíma og velferð þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun. Kröfur Svansins ná einnig til gæðastjórnunar á verkstað.

Þessi viðurkenning markar mikilvægan áfanga í sögu Eyktar og staðfestir leiðarljós okkar um að byggja með gæði, heilnæmi og sjálfbærni að leiðarljósi.

Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar, Kristín Þrastardóttir, sviðs­stjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála, Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins og Heiðdís Búadóttir, öryggisstjóri.
Verkefni

Íbúðir og innviðir um allt land

Icelandair á Flugvöllum

Icelandair á Flugvöllum

2022-2024

Nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir Icelandair við Flugvelli 1 í Hafnarfirði.

Skoða verkefni
Nýr Landspítali

Nýr Landspítali

2020-2024/2026

Meðferðarkjarninn er 70.000m² og stærsta bygging nýja þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut.

Skoða verkefni
Höfðatorg

Höfðatorg

2001-2023

Höfðatorg í Reykjavík er stærsta þróunarverkefni Eyktar til þessa. Um 85.000 m² í sex byggingum mynda glæsilega umgjörð um fjölbreytta starfsemi á besta stað í bænum.

Skoða verkefni
Umhverfisvottun
Öryggis- og heilsuvottun
Gæðavottun
Jafnlaunavottun
Umhverfið

Umhverfisvottað
byggingafyrirtæki

Markmið okkar er að vera til fyrirmyndar í umgengni á vinnustað og leiðandi í þróun umhverfisvænna verkefna og aðferða við framkvæmdir.

Fréttir

Nýjustu fréttir af Eykt

11. september, 2025

Við hjá Eykt erum ótrúlega stolt af því að hafa hlotið okkar fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús að Áshamri 12–26 í Hafnarfirði. Um er að ræða sex fjölbýlishús, samtals rúmlega 18.000...

Lesa meira
3. september, 2025

Í síðustu viku fór fram árleg úttekt á stjórnkerfi Eyktar. Úttektina framkvæmdi alþjóðlega vottunarstofnunin BSI (British Standards Institution) og gekk hún mjög vel. Úttektarmenn fóru víða um starfsemina og skoðuðu...

Lesa meira
10. apríl, 2024

Eykt leggur mikla áherslu á endurmenntun til að auka þekkingu og færni starfsfólks, fylgja þróun og þörfum byggingarmarkaðarins og efla þjónustu fyrirtækisins. Umfjallanir um raka og myglu í byggingum hafa...

Lesa meira

Þessi síða notar vafrakökur.