SVANSVOTTUÐ GÆÐI
Áshamar er frábær kostur
Íbúðirnar við Áshamar í Hafnarfirði eru Svansvottaðar gæðaíbúðir á góðum stað. Þær eru hagkvæmar, rúmgóðar og sameina það besta úr báðum heimum: Friðsæld og náttúrufegurð en skóla og íþróttaaðstöðu, verslun og þjónustu í göngufæri.
Svansvottunin tryggir heilnæmt efnisval og loftgæði í íbúðunum, öflugar raka- og mygluvarnir, góða birtuhönnun og hagkvæmni í rekstri.
Gæðavottuð fagmennska
Alþjóðlega vottunarstofnunin BSI (British Standards Institution) gerir reglulega úttekt á stjórnkerfi Eyktar. Þau fara víða um starfsemina og skoða hvernig við vinnum og fylgjum þeim gæða- öryggis- og umhverfisstöðlum sem við vinnum eftir.
Óháðir úttektaraðilar færa okkur skýra og óhlutdræga sýn á verkferla og vinnubrögð og reglulegar úttektir sem þessar eru dýrmætt tækifæri til að styrkja vinnulagið, læra af reynslunni og efla fagmennsku á öllum sviðum.
Eitt stærsta
byggingarfyrirtæki
landsins
Þekking, reynsla
og framþróun
frá 1986

Við leitum að verkstjóra og verkefnastjóra
Það er mikið að gera og við viljum bæta duglegu fólki í hópinn. Störf verkstjóra og verkefnastjóra eru laus til umsóknar núna.
Áshamar fær
Svansvottun
Íbúðirnar við Áshamar 12-26 hafa hlotið Svansvottun, en markmið hennar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu starfsfólks á framkvæmdartíma og velferð þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun. Kröfur Svansins ná einnig til gæðastjórnunar á verkstað.
Þessi viðurkenning markar mikilvægan áfanga í sögu Eyktar og staðfestir leiðarljós okkar um að byggja með gæði, heilnæmi og sjálfbærni að leiðarljósi.

Íbúðir og innviðir um allt land

Icelandair á Flugvöllum
2022-2024
Nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir Icelandair við Flugvelli 1 í Hafnarfirði.
Skoða verkefni
Nýr Landspítali
2020-2024/2026
Meðferðarkjarninn er 70.000m² og stærsta bygging nýja þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut.
Skoða verkefni
Höfðatorg
2001-2023
Höfðatorg í Reykjavík er stærsta þróunarverkefni Eyktar til þessa. Um 85.000 m² í sex byggingum mynda glæsilega umgjörð um fjölbreytta starfsemi á besta stað í bænum.
Skoða verkefni
Umhverfisvottað
byggingafyrirtæki
Markmið okkar er að vera til fyrirmyndar í umgengni á vinnustað og leiðandi í þróun umhverfisvænna verkefna og aðferða við framkvæmdir.
Nýjustu fréttir af Eykt

Við hjá Eykt erum ótrúlega stolt af því að hafa hlotið okkar fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús að Áshamri 12–26 í Hafnarfirði. Um er að ræða sex fjölbýlishús, samtals rúmlega 18.000...
Lesa meira
Í síðustu viku fór fram árleg úttekt á stjórnkerfi Eyktar. Úttektina framkvæmdi alþjóðlega vottunarstofnunin BSI (British Standards Institution) og gekk hún mjög vel. Úttektarmenn fóru víða um starfsemina og skoðuðu...
Lesa meira
Eykt leggur mikla áherslu á endurmenntun til að auka þekkingu og færni starfsfólks, fylgja þróun og þörfum byggingarmarkaðarins og efla þjónustu fyrirtækisins. Umfjallanir um raka og myglu í byggingum hafa...
Lesa meira