Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Višurkenningar


aUSTURSTRÆTI 22

STEINSTEYPUVERÐLAUN 2013

Eykt fékk steinsteypuverðlaun 2013 vegna uppsteypu á á framkvæmd Nýja bíós í Austurstræti, 

Í rökfærslu dómnefndar segir m.a : "Útfærsla byggingarinnar, efnisnotkun  og frágangur deila er einstaklega vandaður og til fyrirmyndar fyrir steinsteypt hús.Allar útfærslur og vinna er vönduð og einkennist af metnaði þeirra sem að verkinu komu, hvort sem um er að ræða arkitekta, verkfræðinga, verktaka eða verkkaupa. Samvinna og gagnkvæmur skilningur þessara aðila er grundvöllur þess að vel takist til. Í þessu tilfelli er það raunin og því er þessi bygging vel að því komin að hljóta steinsteypuverðlaunin 2013.


Verkkaupi:    Reykjavíkurborg
Hönnun:        Studio Granda og Verkís

 

 

Hringbraut nýSTEINSTEYPUVERÐLAUN 2010

Steinsteypuverðlaunin 2010 hlutu göngubrýrnar yfir Njarðargötu og Hringbraut en Eykt byggði brýrnar í verkinu " Færsla Hringbrautar"  í samvinnu  við Háfell á árunum 2004 -2006

Í umsögn um mannvirkið segir:

Bæði hönnun og handverk eru til fyrirmyndar og þykja göngubrýrnar því verðugar þessarar viðurkenningar. Til grundvallar lá m.a að mannvirkið væri framúrskarandi vegna arkitektsúrs og verkfræðilegra lausna.

Verkkaupi:    Vegagerðin og Reykjavíkurborg
Hönnun:        Efla hf og Studio Granda

 

 

ný mynd af turninumTURNINN Á HÖFÐATORGI HLAUT TILNEFNINGU TIL STEINSTEYPUVERÐLAUNA 2010

Eykt hlaut tilnefningu á turninum til Steinsteypuverðlauna á Höfðatorgi 2010

Í umsögn dómnefndar um mannvirkið segir:

Höfðatorgið er óneitanlega djörf og frumleg efnisáferð steinsteypunnar stillt upp andspænis glerhjúpnum. En hér er naumhyggjan allsráðandi, einungis tveimur efnum beitt til að framkalla skýra upplifun, öllu teflt saman af mikilli næmni. Til grundvallar lá meðal annars að mannvirkið væri framúrskarandi vegna arkitektúrs,  verkfræðilegra lausna og handverks.

Verkkaupi: Höfðatorg
Hönnun:    PK- Arkitektar                                         

 

 

 

Göngubrú

VIÐURKENNING FYRIR GERÐ OG FRÁGANG MANNVIRKJA 2009 

Eykt hlaut viðurkenningu fyrir gerð og frágang mannvirkja á göngubrúm yfir Njarðargötu og Hringbraut.

Í umsögn dómnefndar segir:

Þarna fara saman falleg mannvirki og góður frágangur. Hönnun er vönduð og mikið lagt upp úr mjúkum línum. Frágangur er allur hinn vandaðasti, falleg og vel unnin hellulögn og slétt brúargólf. Brýrnar eru í senn svipmikil mannvirki og sérstök, en falla um leið vel að umhverfi sínu og þjóna vel tilgangi sínum sem tenging Vatnsmýrar og háskólaumhverfis við tjörnina.


Verkkaupi:    Vegagerðin og Reykjavíkurborg
Hönnun:        Efla hf og Studio Granda

 

 

 

 

 

 

 

 

TM merkieYKT FÉKK VIÐURKENNINGU tm FYRIR  Öflugt FORVARNastarf 2007

Eykt hlaut viðurkenningu fyrir að skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.

 Tryggingamiðstöðin veitir árlega forvarnaverðlaunin Varðbergið þeim viðskiptavini TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna.

 

 

 

 

 

 

 

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd