Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Starfsmannafélag


Starfsmannafélag Eyktar

Starfsmannafélag Eyktar ehf heldur úti öflugri starfsemi. Leitast er við að hafa uppákomur af ýmsum toga svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Á skákkvöldum sýna hugsuðir hvers þeir eru megnugir, á meðan gocart-keppnin höfðar meira til adrenalínfíkla. Í keiluspili, og þó e.t.v. sérstaklega golfi, er svo keppt í samhæfingu huga og handa.

Árshátíð telst til árvissra viðburða. Hún er oftar en ekki haldin utan borgarmarkanna.

Jólahlaðborð er annar viðburður sem mörgum finnst ómissandi að áliðnu hausti og hjálpar við að lýsa upp dimmasta skammdegið.

Stjórn starfsmannafélagsins ber hitann og þungann af því sem fram fer og er kjörin á aðalfundi á hverju vori.


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd