Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Höfšatorg

 

Höfðatorg 400Með uppbyggingu Höfðatorgs, sem nú er hafin, stækkar miðborg Reykjavíkur svo um munar. Skipulag Höfðatorgs gengur út á að þar verði miðborgarstemmning alla daga, með kaffihúsum, veitingastöðum, verslunum, þjónustufyrirtækjum, listsýningum og öðru því sem einkennir mannlíf í hjarta miðborgarinnar.

Höfðatorg liggur milli Borgartúns, Skúlatúns, Skúlagötu og Höfðatúns. Höfðatorg er í jaðri miðborgar Reykjavíkur og verður því eðlileg framlenging af henni. Jafnframt styður uppbygging Borgartúns við þessa þróun og Höfðatorg tengir þessa tvo borgarhluta saman. Skammt undan eru tvær af helstu umferðaræðum borgarinnar. Þetta eru kjöraðstæður til að skapa sannkallað miðborgarumhverfi og gerir Höfðatorg að eftirsóknarverðum stað fyrir íbúa, fyrirtæki, starfsfólk og gesti.

 

Frekari upplýsingar um Höfðatorg

Gunnar Valur Gíslason
Sími 595 7800

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd