Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

20.7.2017

Höfšatorg, 12 hęša ķbśšaturn

Á annað hundrað iðnaðarmanna eru að störfum við 12 hæða íbúðaturn og 9 hæða skrifstofu og þjónustuhúsnæði.

Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun og eru komnar á fullt skrið. Um hundrað og fimmtíu manns vinna við byggingarnar um þessar mundir. Ráðgert er að sá fjöldi muni aukast þegar líður á verkin.

Íbúðaturninn við Bríetartún verður sá fyrsti á Íslandi sem er búinn vatnsúðakerfi ( sprinkler).

Íbúðaturninn við Höfðatorg sem stendur við Bríetartún er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæðum. Fjölbýlishúsið er samtengt öðrum byggingum við Höfðatorg með sameiginlegum bílakjallara.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að uppsteypu hússins og er nú kominn fullar sjö hæðir upp úr jörðinni, á sama tíma eru iðnaðarmenn að setja upp gifsveggi í kjallara sem er á tveimur hæðum. Uppsetning gluggakerfis og klæðninga er unnin í takt við uppsteypu.

pic4

verk 17-400

19-400

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd