Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

28.11.2011

Eykt 25 įra

ný 63Í tilefni þessa merka áfanga í sögu fyrirtækisins lögðu hjónin Pétur Guðmundsson og Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir hornstein 1)  að turnbyggingunni á Höfðatorgi við hátíðlega athöfn.

Eftir það gengu allir viðstaddir starfsmenn fyrirtækisins inn í Hamborgarafabrikkuna og fengu sér kaffi og meðlæti.

Fyrir 25 ára afmælisdaginn voru prentaðir sérstakir afmælisfánar Eyktar og verða þeir í notkun á verkstöðum fyrirtækisins út árið 2012.

 

1) Um hornstein byggingar :

Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð er upprunnin, að leggja hornstein að byggingum. Sumir vilja rekja hana aftur til Babýlóníumanna um 4.000 f. kr., en þá var venja að grafa gull og silfur undir hornsteini bygginga. Sú hefð var aftur sprottin frá ævafornum fórnarathöfnum þar sem lík byggingaverkamanna voru limlest og grafin í steinhleðslu bygginga.

Mun seinna var tekin upp sú hefð að leggja dagsetta mynt  undir hornstein byggingar, en sá steinn var þá jafnframt undirstöðusteinn undir horni viðkomandi bygginga, niðurgrafinn og vel fastur. Sú hefð er síðan talin vera vísir að þeim sið sem nú er uppi, að varðveita byggingarannál mannvirkja í táknrænum hornsteini þeirra.                  

   Heimild: Wilkipedia

frett 86 

Hjónin pétur Guðmundsson og Hólmfríður Ómarsdóttir leggja hornstein að turnbyggingunni á Höfðatorgi.

 

frétt ný 53
Starfsmenn í afmæliskaffi í Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi .
 
frétt 52
frétt 96

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd