Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

31.3.2010

Samiš viš Eykt um byggingu Heišarskóla ķ Hvalfjaršarsveit.

Verksamningurinn var undirritaður í húsakynnum núverandi Heiðarskóla. Undir samninginn rituðu Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Gunnar Valur Gíslason forstjóri Eyktar.

Heiðarskóli mynd 1. 400

Að lokinni undirritun gengu nemendur, starfsfólk og gestir út að hinu fyrirhugaða byggingarsvæði og tóku börn úr 1.,2.,3. og 4. bekk Heiðarskóla fyrstu skóflustungu að nýja skólanum og létu þau rigninguna ekkert á sig fá. Þegar búið var að moka um stund var farið í mötuneyti skólans þar sem sveitarstjórnin bauð upp á kaffi og meðlæti.

Heiðarskóli mynd 2 400

Framkvæmdir Eyktar á svæðinu munu hefjast á næstunni. Byrjað verður á uppsetningu vinnubúða og öryggisgirðingar um vinnusvæðið.

 

THG arkitektar munu sjá um framkvæmdaeftirlit um vinnusvæðið.

Alls verður hinn nýi Heiðarskóli um 2.000 fermetrar að stærð og mun skólinn standa skammt frá eldra skólahúsnæði sveitarinnar. 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd