Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

24.2.2010

Eykt tók viš Steinsteypuveršlaunum 2010.

 Steinsteypuverðlaun 2010

Athöfnin fór fram á Grand hóteli í lok dagskrár Steinsteypudagsins og afhentiforseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson  verðlaunahöfum viðurkenningu sína.

Alls hlutu 22 mannvirki tilnefningu til verðlaunanna sem veitt eru fyrir hönnun og framkvæmd. Jóhannes Þórðarson, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands kynnti tilnefningarnar.

Steinsteypuverðlaunin 2010 hlutu göngubrýrnar yfir Njarðargötu og Hringbraut en Eykt byggði brýrnar í verkinu  "Færsla Hringbrautar" sem fyrirtækið vann í samvinnu við Háfell á árunum 2004-2006.

Valið annaðist dómnefnd sem var skipuð fulltrúum Arkitektafélags Íslands. Verkfræðingafélags Íslands. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Listaháskólans undir forystu Steinsteypufélagsins. Til grundvallar lá m.a. að mannvirkið væri framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna og handverks.

Göngubrýr 260

Í umsögn um mannvirkið segir: Bæði hönnun og handverk eru til fyrirmyndar og þykja göngubrýrnar því verðugar þessarar viðukenningar. 

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in English

Mynd