Fréttir
9.12.2009
2. Íbúðaráfangi í Fróðengi afhentur Eir til notkunar.
Eykt afhenti þennan 2. byggingaráfanga tveimur vikum á undan áætlun. Alls munu íbúðir í Eirborgum verða afhentar í sex áföngum. Áætlað er að framkvæmdum Eyktar í Fróðengi verði lokið í ágúst 2010.
Fjöldi manns var viðstaddur vígsluna, þar á meðal fulltrúar Eyktar. Boðið var upp á heitt súkkulaði og rjómapönnuköku í tilefni dagsins.
Við þetta tækifæri lýsti sr. Sigurður því yfir að 1. desember væri sérstakur hátíðisdagur hjá Eir því að þetta væri sjötta skipti sem hann vígði nýjan áfanga í uppbyggingu hjúkrunarheimilisins þann dag.
Eftir vígsluna var gengið niður að Spöng þar sem Jórunn Frímannsdóttir formaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar flutti ræðu og Vilhjálmur Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjónustumiðstöð borgarinnar. Hin nýja þjónustumiðstöð mun gegna mikilvægu hlutverki fyrir hinn nýja íbúðakjarna Eirar, Eirborgir ásamt því að aðrir íbúar Grafarvogs munu geta sótt þangað ýmsa þjónustu í framtíðinni.