Fréttir
9.12.2009
Eykt mešal bjóšenda ķ Heišarskóla eftir forval.
Verkefnisstjórn fyrir nýbyggingu Heiðarskóla hefur nú farið yfir gögn þátttakenda og kannað hverjir umsækjenda uppfylli skilyrðin sem sett voru fyrir þátttöku í útboðinu sjálfu. Niðurstaða verkefnisstjórnar er sú að fjögur fyrirtæki af átta, þ.e. Eykt, ÍAV, JÁ - verk og Vestfirskir verktakar, uppfylltu skilyrðin sem sett voru í forvalinu og munu taka þátt í útboðinu sjálfu.
Útboðsgögn liggja fyrir og verða send bjóðendum á næstunni. Reiknað er með að útboðsfrestur renni út í lok janúar nk. og að framkvæmdir hefjist í febrúar. Áætluð verklok er í ágúst 2011.
Alls verður byggingin tæpir 2.000 fermetrar að stærð og mun hún standa skammt frá eldra skólahúsi sveitarinnar.
Útlitsteikning af nýjum Heiðarskóla. Arkitektar eru Studio Strik arkitektar.