Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

14.9.2011

Norđurbakki 15-21

NB- Stofa 3 150Eykt hefur tekið að sér framkvæmdir á Norðurbakka 15-21 í Hafnarfirði í samvinnu við Varmárbyggð ehf. Á lóðinni eru þrjár íbúðablokkir með 49 ófrágengnum íbúðum en fjórða húsið á lóðinni er óuppsteypt. Byggingarnar eru með sameiginlegum bílakjallara sem er frágenginn.

Sala íbúða gengur vel og stefnt er að því að ljúka frágangi íbúða fyrir áramót. Nánari upplýsingar eru að finna á tengli hér til hægri, áhugasamir geta haft samband við fasteignasölurnar, Ás, Stakfell, Hraunhamar eða Stóreign.  Sjá myndir

 

22.8.2011

Unniđ ađ kappi viđ verklok í Heiđarskóla

Heiðarskóli 150 mynd 1Síðustu daga hefur allt verið á fullu innan sem utan dyra við nýtt skólahús Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Verið er að ljúka frágangi við skólabygginguna áður en börnin koma í skólann. Tugir iðnaðarmenn eru að störfum við frágang lagna, málningarvinnu og glerjun innan dyra og utanhúss er unnið við frágang lóðar. 23. ágúst verður Heiðarskóli settur og nýtt skólahús formlega vígt sama dag.

22.6.2011

Starfsmenn ađ störfum í Stavanger í Noregi

Mynd NoregurUndanfarna mánuði hafa starfsmenn á vegum Eyktar verið að störfum í Stavanger í Noregi við uppbyggingu 32 íbúða í Rosehagen.

Framundan er uppsteypa á sökklum og veggjum vegna reisningar á 16 íbúðum í Myklebust en það er nýtt hverfi sem er í uppbyggingu og er gert ráð fyrir 2500 íbúðum á því svæði.

1.2.2011

Framkvćmdir á Lćkjargötu og Austurstrćtis lokiđ

Austurstræti lítil nýSamningsverki við uppsteypu á byggingum Austurstræti 22 Lækjargötu 2 og  Lækjargötu 2 b er lokið, og unnið er fyrir hönd Reykjavíkuborgar að stýriverktöku á öllum  verkþáttum  sem tengjast frágangi byggingana í heild. 

18.1.2011

Nordic Smile á 8. hćđ í turninum viđ Höfđatorg

Nordic Smile 150Eykt hefur lokið við að innrétta á 8. hæð í turninum við Höfðatorg tannlæknastofu fyrir Nordic Smile.

Nordic Smile er íslenskt fyrirtæki sem byggir á sænsku hugviti í tannígræðslum. Hugmyndasmiðir og sérfræðingar fyrirtækisins eru sænskir og hafa áratuga langa reynslu af því að græða tennur og góma í fólk.

 

10.11.2010

Endurbćtur Háskóla Íslands lokiđ

háskóli 24 150Eykt hefur lokið við að endurbæta fyrir Háskóla Íslands VR1 húsið að Hjarðarhaga 4. Húsið er eitt elsta hús Háskóla Íslands og samanstendur af tilraunastofum og kennslustofum fyrir Verkfræði-og náttúruvísindasvið skólans.


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd