Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

16.5.2012

Skrifstofa Eyktar flutt á Stórhöfđa 34-40

Stórhöfði 34 - 150Eykt ehf  hefur flutt frá

Skúlagötu 63,105 Reykjavík  á

Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík.

Skrifstofa Eyktar verður sem fyrr opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 8:00 til kl. 16:00

23.3.2012

Nýbygging og stćkkun grunnskólans í Ólafsfirđi

ólafsfj 150Bæjarsjóður Fjallabyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið Skólahúsið Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði og var Eykt lægstbjóðandi. Ný vesturálma verður byggð við eldra skólahús sem byggt var í Ólafsfirði um miðja síðustu öld. Nýbyggingin er fyrsti áfangi í stækkun og endurbótum sem fyrirhugað er að gera á gamla skólahúsinu.

6.3.2012

Göngubrú viđ Krikahverfi í Mosfellsbć

göngubrú 150Eykt hefur lokið við byggingu 60m langrar göngubrúar ásamt aðliggjandi stígum og tröppum þ.m.t handriðsgrindur og handrið á brú. 

Brúin er staðsett í Krikahverfi í Mosfellsbæ um 170m suðvestan hringtorg hringvegar og Hafravatnsvegar / Háholts. Brúin er með þrem millistöplum og stálstaurum til endanna. Upphaf verks var i október 2011.  Verklok í febrúar 2012.

 

22.2.2012

Brú á Stađará í Steingrímsfirđi Srandarvegur ( 643 )

668 -150 Brú staðaráEykt hóf störf við brúargerð fyrir vegagerðina í lok desember. Brúin verður 40 metra löng, steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 20 metra höfum með 8,0 metra breiðri akbraut og 0,5 metra breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar verður 9,0 metrar. Burðarvirki brúarinnar verður grundað á steyptum staurum.

Brúin verður byggð í boga í lóðréttu plani með R=625 metrar, 5,6% þverhalla og í háboga í lóðréttu plani R=6500 metrar.

Áætluð verklok eru 15. júní 2012

 

 

28.11.2011

Eykt 25 ára

frétt 69Þann 17. nóvember sl. fagnaði Eykt 25 ára afmæli sínu en fyrirtækið var stofnað 17. nóvember 1986. í tilefni dagsins var öllum starfsmönnum fyrirtækisins sem þess áttu kost boðið í morgunkaffi á veitingastaðnum Hamborgarafabrikkuninni, sem er til húsa í turninum á Höfðatorgi. Þar átti starfsfólkið góða stund saman. þess skal getið að sumir starfsmenn Eyktar eru nú við störf í Stavanger í Noregi og á Höfn í Hornafirði.

4.10.2011

Vindakór 2-8 Kópavogur

Vindakór 150Frá undirritun verksamnings við Íbúðalánasjóð  (Íls) vegna Vindakór 2-8  Frágang utanhúss.

Vindakór 2-8 samanstendur af tveimur íbúðablokkum með sameiginlegum bíla-og geymslukjallara. Íbúðalánasjóður er núverandi eigandi og ákvað að ljúka við utanhússfrágang og lagfæra það sem aflaga hefur farið. Verkið var boðið út í lokuðu útboði að loknu forvali. Eykt átti lægsta tilboðið í verkið og samþykkti stjórn Íls að ganga til samninga við EyktStjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd