Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

3.7.2012

Framhaldsskólinn í Mosfellsbć

Mos 150Eykt hefur tekið að sér nýbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ á lóð við Háholt ( Bjarkarholt ). Skólinn er ætlaður fyrir 400 til 500 nemendur og heildarstærð hússins 4.100 m2.

2.7.2012

Grunnskóli Ólafsfjarđar

ólafs- 150Eykt vinnur að stækkun grunnskóla Ólafsfjarðar við Tjarnarstíg 3 þar á bæ og gengur verkið samkvæmt áætlun. Allir gluggar eru komnir í húsið og múrverk að innan að mestu búið, unnið er við þak og uppsetningu gifsveggja og vinna við loft að hefjast, einnig er annar frágangur í fullum gangi. 

16.5.2012

Skrifstofa Eyktar flutt á Stórhöfđa 34-40

Stórhöfði 34 - 150Eykt ehf  hefur flutt frá

Skúlagötu 63,105 Reykjavík  á

Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík.

Skrifstofa Eyktar verður sem fyrr opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 8:00 til kl. 16:00

23.3.2012

Nýbygging og stćkkun grunnskólans í Ólafsfirđi

ólafsfj 150Bæjarsjóður Fjallabyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið Skólahúsið Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði og var Eykt lægstbjóðandi. Ný vesturálma verður byggð við eldra skólahús sem byggt var í Ólafsfirði um miðja síðustu öld. Nýbyggingin er fyrsti áfangi í stækkun og endurbótum sem fyrirhugað er að gera á gamla skólahúsinu.

6.3.2012

Göngubrú viđ Krikahverfi í Mosfellsbć

göngubrú 150Eykt hefur lokið við byggingu 60m langrar göngubrúar ásamt aðliggjandi stígum og tröppum þ.m.t handriðsgrindur og handrið á brú. 

Brúin er staðsett í Krikahverfi í Mosfellsbæ um 170m suðvestan hringtorg hringvegar og Hafravatnsvegar / Háholts. Brúin er með þrem millistöplum og stálstaurum til endanna. Upphaf verks var i október 2011.  Verklok í febrúar 2012.

 

22.2.2012

Brú á Stađará í Steingrímsfirđi Srandarvegur ( 643 )

668 -150 Brú staðaráEykt hóf störf við brúargerð fyrir vegagerðina í lok desember. Brúin verður 40 metra löng, steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 20 metra höfum með 8,0 metra breiðri akbraut og 0,5 metra breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar verður 9,0 metrar. Burðarvirki brúarinnar verður grundað á steyptum staurum.

Brúin verður byggð í boga í lóðréttu plani með R=625 metrar, 5,6% þverhalla og í háboga í lóðréttu plani R=6500 metrar.

Áætluð verklok eru 15. júní 2012

 

 Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd