Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

2.7.2012

Grunnskóli Ólafsfjarđar

ólafs- 150Eykt vinnur að stækkun grunnskóla Ólafsfjarðar við Tjarnarstíg 3 þar á bæ og gengur verkið samkvæmt áætlun. Allir gluggar eru komnir í húsið og múrverk að innan að mestu búið, unnið er við þak og uppsetningu gifsveggja og vinna við loft að hefjast, einnig er annar frágangur í fullum gangi. 

16.5.2012

Skrifstofa Eyktar flutt á Stórhöfđa 34-40

Stórhöfði 34 - 150Eykt ehf  hefur flutt frá

Skúlagötu 63,105 Reykjavík  á

Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík.

Skrifstofa Eyktar verður sem fyrr opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 8:00 til kl. 16:00

23.3.2012

Nýbygging og stćkkun grunnskólans í Ólafsfirđi

ólafsfj 150Bæjarsjóður Fjallabyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið Skólahúsið Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði og var Eykt lægstbjóðandi. Ný vesturálma verður byggð við eldra skólahús sem byggt var í Ólafsfirði um miðja síðustu öld. Nýbyggingin er fyrsti áfangi í stækkun og endurbótum sem fyrirhugað er að gera á gamla skólahúsinu.

6.3.2012

Göngubrú viđ Krikahverfi í Mosfellsbć

göngubrú 150Eykt hefur lokið við byggingu 60m langrar göngubrúar ásamt aðliggjandi stígum og tröppum þ.m.t handriðsgrindur og handrið á brú. 

Brúin er staðsett í Krikahverfi í Mosfellsbæ um 170m suðvestan hringtorg hringvegar og Hafravatnsvegar / Háholts. Brúin er með þrem millistöplum og stálstaurum til endanna. Upphaf verks var i október 2011.  Verklok í febrúar 2012.

 

22.2.2012

Brú á Stađará í Steingrímsfirđi Srandarvegur ( 643 )

668 -150 Brú staðaráEykt hóf störf við brúargerð fyrir vegagerðina í lok desember. Brúin verður 40 metra löng, steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 20 metra höfum með 8,0 metra breiðri akbraut og 0,5 metra breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar verður 9,0 metrar. Burðarvirki brúarinnar verður grundað á steyptum staurum.

Brúin verður byggð í boga í lóðréttu plani með R=625 metrar, 5,6% þverhalla og í háboga í lóðréttu plani R=6500 metrar.

Áætluð verklok eru 15. júní 2012

 

 

28.11.2011

Eykt 25 ára

frétt 69Þann 17. nóvember sl. fagnaði Eykt 25 ára afmæli sínu en fyrirtækið var stofnað 17. nóvember 1986. í tilefni dagsins var öllum starfsmönnum fyrirtækisins sem þess áttu kost boðið í morgunkaffi á veitingastaðnum Hamborgarafabrikkuninni, sem er til húsa í turninum á Höfðatorgi. Þar átti starfsfólkið góða stund saman. þess skal getið að sumir starfsmenn Eyktar eru nú við störf í Stavanger í Noregi og á Höfn í Hornafirði.Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd