Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

10.6.2015

Byggingu stćrsta hótel landsins lokiđ

aðalEykt hefur lokið við að byggja Fosshótel við Höfðatorg sem er stærsta hótel landsins. Hótelið var opnað mánudaginn 1. júní 2015. Framkvæmdir við hótelbyggingu hófust í nóvember 2013.

Hótelið er 16 hæða hátt með tvær hæðir til viðbótar neðanjarðar, alls er byggingin 17 þúsund fermetrar og á hótelinu eru 320 herbergi og er fjögurra stjörnu hótel.

Sjá myndir:

9.6.2015

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

model litilFramkvæmdir eru hafnar við byggingu húss fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Áætlað er að byggingin verði um 4000 m² , en þar af er um 1000 m² bílageymsla neðanjarðar. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík og munu göng undir Suðurgötu tengja bygginguna við Háskólatorg.

10.10.2014

Steypuvinnu viđ hóteliđ í Ţórunnartúni viđ Höfđatorg ađ ljúka

Framkvæmdir við forsida 150hótelbyggingu hófust í nóvember 2013 og ganga samkvæmt áætlun. Lokið verður við að steypa upp hótelið á Höfðatorgi í lok nóvember líkt og til stóð og bílakjallarinn, sem er á þremur hæðum er einnig á áætlun. Stefnt er að því að hótelið taki til starfa sumarið 2015 og er byggingartíminn rúmir átján mánuðir.

230-240 manns vinna við bygginguna um þessar mundir og ráðgert er að sá fjöldi haldist að mestu þar til framkvæmdum lýkur. Verið er að steypa fimmtándu hæðina og á sama tíma eru iðnaðarmenn að setja upp gifsveggi og komnir upp á tólftu hæð. Einnig er verið að flísa baðherbergin og er sú vinna komin upp á sjöundu hæð. Uppsetning gluggakerfis og klæðninga er unnin í takt við uppsteypu. 

10.4.2014

Stćrsta hótel landsins rís á Höfđatorgi

mynd lítilVinna gengur vel í Höfðatorgi við byggingu 16 hæða hótels. Hótelið verður hefðbundið þriggja til fjögurra stjörnu ferðamannahótel, um 17 þúsund fermetrar að flatarmáli með 340 herbergjum.

Gert er ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu á fyrstu hæð hótelsins. Uppsteypa gengur vel, unnið er að bílakjallara sunnan og austan megin svæðisins, turninn er komin fullar 3 hæðir upp úr jörðinni.

29.7.2013

Austurkór 100 og 102, Kópavogi

austur 9 150Eykt hefur hafið framkvæmdir við Austurkór 100 og 102 í Kópavogi í samvinnu við Varmárbyggð ehf.

Afhending íbúða Austurkór 102 hefst í september 2014

Afhending íbúða Austurkór 100 hefst í október 2014

 

 

9.7.2013

Brú á Hringvegi (1-b2) um Múlakvísl

Mynd Bru 150 Þriðjudaginn 28. maí 2013 var Eykt lægstbjóðandi í útboði Vegagerðarinnar í brú á Hringvegi (1-b2) um Múlakvísl . Vegagerðin bauð út smíði brúar á ásamt vegtengingum og gerð varnargarðs vestan aðalfarvegar. Framkvæmdin er á Hringvegi (1), í Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.Verkið felst í smíði nýrrar brúar á Múlakvísl, tengingu brúarinnar við Hringveginn og gerð varnargarðs beggja vegna Hringvegarins vestast í farvegi árinnar. 


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd