Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

25.9.2015

Framkvćmdir viđ 12 hćđa íbúđarturn á Höfđatorgi eru hafnar

S1- 150Íbúðarturninn við Höfðatorg sem stendur við Bríetartún, er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæðum. Fjölbýlishúsið er samtengt öðrum byggingum við Höfðatorg með sameiginlegum bílakjallara. Í húsinu eru tvö stiga- og lyftuhús með tveimur lyftum í hvoru lyftuhúsi. Bílskúrar og bílastæði eru í bílakjallara svæðisins, þaðan er innangengt í stigaganga í kjallara hússins. Íbúðarturninn verður sá fyrsti á Íslandi sem er búinn vatnsúðavarnarkerfi ( sprinkler ).

22.9.2015

Framkvćmdir viđ Skógarveg 12-14

uppbygg. Skógarv. - 150Framkvæmdir við Skógarveg 12-14 í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun. Nú þegar eru 8 íbúðir af 33 seldar. Nú er unnið í steypuvinnu og lýkur henni í byrjun desember. Ísetningu glugga og uppsetning klæðninga hefst seinnipartinn í október.

10.6.2015

Skógarvegur 12-14, Fossvogi

nytt skogarvHafnar eru framkvæmdir við Skógarveg 12-14 í Reykjavík, sem er fjölbýlishús á þremur og fjórum hæðum auk kjallara og bílageymslu. Tólf íbúðir eru á hæðum 1-3 og níu íbúðir á 4. hæð. 33 íbúðir eru í húsinu og 33 bílastæði, jafnmörgum íbúðum hússins.

Áætlað er að afhending íbúða hefjist í september 2016.

10.6.2015

Byggingu stćrsta hótel landsins lokiđ

aðalEykt hefur lokið við að byggja Fosshótel við Höfðatorg sem er stærsta hótel landsins. Hótelið var opnað mánudaginn 1. júní 2015. Framkvæmdir við hótelbyggingu hófust í nóvember 2013.

Hótelið er 16 hæða hátt með tvær hæðir til viðbótar neðanjarðar, alls er byggingin 17 þúsund fermetrar og á hótelinu eru 320 herbergi og er fjögurra stjörnu hótel.

Sjá myndir:

9.6.2015

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

model litilFramkvæmdir eru hafnar við byggingu húss fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Áætlað er að byggingin verði um 4000 m² , en þar af er um 1000 m² bílageymsla neðanjarðar. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík og munu göng undir Suðurgötu tengja bygginguna við Háskólatorg.

10.10.2014

Steypuvinnu viđ hóteliđ í Ţórunnartúni viđ Höfđatorg ađ ljúka

Framkvæmdir við forsida 150hótelbyggingu hófust í nóvember 2013 og ganga samkvæmt áætlun. Lokið verður við að steypa upp hótelið á Höfðatorgi í lok nóvember líkt og til stóð og bílakjallarinn, sem er á þremur hæðum er einnig á áætlun. Stefnt er að því að hótelið taki til starfa sumarið 2015 og er byggingartíminn rúmir átján mánuðir.

230-240 manns vinna við bygginguna um þessar mundir og ráðgert er að sá fjöldi haldist að mestu þar til framkvæmdum lýkur. Verið er að steypa fimmtándu hæðina og á sama tíma eru iðnaðarmenn að setja upp gifsveggi og komnir upp á tólftu hæð. Einnig er verið að flísa baðherbergin og er sú vinna komin upp á sjöundu hæð. Uppsetning gluggakerfis og klæðninga er unnin í takt við uppsteypu. Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd