Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

Silfratjörn 2 í Úlfarsárdal í Reykjavík

silfur aðalÁ lóðinni Silfratjörn 2 eru hafnar byggingaframkvæmdir á fjórum fjölbýlishúsum með alls 82 íbúðum fyrir íbúðafélagið Bjarg. Fyrstu íbúðir verða afhentar í september 2020.

A) Skyggnisbraut 25 = 19 íbúðir 

B) Skyggnisbraut 27 = 19 íbúðir

C) Gæfutjörn 22 = 19 íbúðir

D ) Silfratjörn 2 / Gæfutjörn 20 = 25 íbúðir 

  

Grunnskóli Dalshverfi Reykjanesbć

Ný matur Eykt hefur tekið að sér nýbyggingu grunnskóla í Reykjanesbæ.

Stapaskóli er heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Fjöldi nemenda við fullsetin skóla verður um 500 nemendur.

Skólinn er á tveimur hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem helst til þriðju hæðar. Skólinn er byggður upp sem fjórar tveggja hæða kennslutvenndir auk stoðrýma, almennra svæða, matsalar, fjölnota salar og bókasafns. Heildarstærð skólans er um 7.700 m2 og stærð skólalóðar er um 33.300 m2

Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekin í notkun haustið 2020.

Urriđaholtsskóli í Garđabć

garðabærEykt hefur hafið framkvæmdir við Urriðaholtsskóla í Garðabæ, um er að ræða fullnaðarfrágang húss að innan. Gert er ráð fyrir 640 nemenda grunnskóla. Skólinn er heildstæður tveggja hliðstæður skóli fyrir 1. t.o.m 10. bekk.

Áætluð verklok eru í júní 2019 

Eykt byggir í Úlfarsárdal

dalur 3Síðasta vor skrifuðu Eykt ehf. og Bjarg íbúðafélag hses. undir samning um byggingu á 83 íbúðum við Urðarbrunn í Úlfarsárdal. Verkefnið samanstendur af tveimur húsum, þremur stigagöngum, annað húsið með 47 íbúðir og hitt 36 íbúðir. Húsin eru hönnuð í sama stíl og eru fjórar hæðir ásamt því að vera að hluta til með kjallara. Samtals eru húsin 7027m2 að flatarmáli.

 

Verkefnið er á áætlun og stendur til að afhenda fyrsta áfanga fullkláraðan í lok ágúst 2019 og eru fullnaðarverklok í lok febrúar 2020.

Skarđshlíđarskóli í Hafnarfirđi

skrðsskóli 150Hafnarfjarðarbær og Eykt skrifuðu undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð.

Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir tvo hliðstæða grunnskóla sem eru um 6.800 fermetrar, tónlistarskóla sem er um 480 fermetrar, leikskóla sem er um 760 fermetrar, og íþróttahús sem er um 870 fermetrar, samtals um 8.910 fermetrar.

Framkvæmdir byrja í ágúst og mun uppbygging eiga sér stað í þremur áföngum. Fullnaðarverklok eru 15. júní 2020. 

Höfđatorg, 9 hćđa skrifstofu og ţjónustuhúsnćđi

aðal H2Uppsteypu er lokið og verið er að vinna við innanhússfrágang á fullu. Á sjöundu, áttundu og níundu hæð er verið að setja upp milliveggi. Tugir iðnaðarmanna eru að störfum við málningarvinnu og frágang raf-, píp-og loftræsilagna. Vinna við utanhússklæðningu er langt komin.

Tengibygging

Stefnt er að byrja á tengibyggingu á milli H1 og H2 um mánaðarmótin júní/júlí en innangengt er frá bílakjallara Höfðatorgs í tengibygginguna og bætir byggingin jafnframt mjög innri tengingar milli eldri bygginga á svæðinu.Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd