Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Eyktar ehf.

Fréttir

Uppsteypa á nýjum Landspítala, Međferđakjarni viđ Hringbraut

aðal landspNýr Landspítali, Meðferðakjarni við Hringbraut hefur gengið til samninga við Eykt ehf um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Byggingin verður ein stærsta bygging Íslands, eða um 70.000 fermetrar. Framkvæmdir við uppsteypu hófust í janúar 2021 og mun standa í um þrjú ár.

Tvö ný tengivirki á Hólasandi og Rangárvöllum

landsnet 3Eykt hefur hafið framkvæmd á byggingu á tveimur nýjum 220 kV tengivirkishúsum fyrir Landsnet hf. Verkið felst í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágangi.

Á lóð Landsnets við Rangárvelli á Akureyri, norðan við núverandi 132 kV tengivirkisbyggingu verður reist ný tengivirkisbygging og nýtt spennahús fyrir þrjá spenna og eina spólu. Tengivirkið á Hólasandi er staðsett á horni Kröflulínu 4, um 2 km norðan þjóðvegar nr. 87 yfir Hólasand ( Kísilvegur). Tengivirkið er á einni hæð sem inniheldur rofasal og þjónusturými. Áætlað er að verkinu ljúki í október 2021. 

Útsýnispallur á Bolafjalli - Smíđi og uppsetning

útsýnis lítil 150Eykt hefur tekið að sér smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli fyrir Bolungarvíkur-kaupstað. Útsýnispallurinn hangir utan í þverhníptum stórstuðluðum klettum á toppi Bolafjalls við fjarðarminni Ísafjarðardjúps, og mun slúta fram yfir brún Bolafjalls sem er 636 metra hátt fjall beint upp af Bolungarvík. Breidd pallsins er breytileg og tekur form sitt eftir formi fjallsins en pallurinn er 1,5 m þar sem hann er þrengstur. Fatarmál pallsins er um 160 m2 og er uppbyggingin þannig að stálgrind er fest í bjargið með 45° skástífum sem festar verða í bita og boltaðar neðar í bjargið.

Bygging útsýnispallsins byggir á hönnun tillögu Sei Arkitekta, Landmótunar og Argosar sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnunina en verkfræðiráðgjöf veitti S. Saga ehf.  Sjá frétt https://www.visir.is/g/20201997236d/a-hengiflugi-i-hlidum-bolafjalls

Áætluð verklok eru síðsumars 2021

Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-15

mynd BNByggingarfélag námsmanna og Eykt ehf. undirrituðu samning um byggingu á 56 námsmannaíbúðum á þremur hæðum. Íbúðirnar munu rísa við Klaustur- og Kapellustíg í Grafarholti í Reykjavík.

Um er að ræða 36 einstaklingsíbúðir og 20 tveggja herbergja íbúðir í fjórum húsum ásamt geymslu fyrir starfsemi byggingarfélagsins.

Aðalhönnuðir verksins eru Arkís arkitektar en samstarfsaðilar þeirra í verkefninu eru Víðsjá, landhönnun, Lota og Mannvit.

Framkvæmdir eru hafnar og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði teknar í notkun í ágúst 2021 en verkinu verður að fullu lokið í júlí 2022.

Ţorpiđ vistfélag, Gufunesi

Gufunes aðalmynd 150Eykt skrifaði undir samning um byggingu að nýjum íbúðarhúsi í nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast næstu daga og byggt verður upp í áföngum. Í fyrsta áfanga eru 45 íbúðir, 41 íbúð í öðrum áfanga og 51 íbúð í þeim þriðja.

Byggð þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa með alls 137 íbúðum. Um er að ræða 5 íbúðarhús, 3ja hæða í suðurhluta og 4ra hæða í vestur- og miðhluta og 5 hæða í austurhluta lóðarinnar.

Stefnt er að því að afhenda fyrstu íbúðirnar í maí á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2022. 

Leikskóli Engjaland 21, Árborg

nr5Eykt átti lægsta tilboð að nýjum sex deilda leikskóla við Engjaland á Selfossi. Verkið felst í að steypa og fullgera að utan og innan 1.111,9 m² leikskólahúsnæði, ásamt þremur smáhýsum samtals 42m². Lóð er 7.050 m² og skilast fullfrágengin með leiktækjum.

Verkið verður skilað í tveimur áföngum, miðkjarna og deildum í vestur enda hússins ( deildir yngri barna ) ásamt vesturhluta lóðar og bílastæðis í febrúar 2021. Gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekin í notkun að fullu í júlí 2021.


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in English

Mynd